Færsluflokkur: Menntun og skóli

Kveðja frá kennara

Sölvi Steinn, þú ert flottur strákur sem getur það þú vilt.

Þú er góður námsmaður, settu því markið  hátt.

Þú er ljúfur og kurteis og gott að vera nálægt þér.

Auður Ögmundsdóttir


Spurningar

1.Mér finnst kostirnir vera að það er skemmtilegt, maður getur reynt að lifa sig inní tímann og maður æfist í leiklist!

2.Já, mér finnst það hjálpa að skilja um hvað þetta er.

3.Það tekur sinn tíma að koma því á svið, búa til leikmynd, handrit, æfa það, einnig er stress að sýna það!!


Danska 2010

Í dönsku erum við búin að gera mjög mikið, eins og að gera spil, i Zoo, i Tivoli og margt fleira.

Mér finnst mjög skemmtilegt í dönsku því það er skemmtilegt að læra nýtt tungumál. Mér finnst skemmtilegt í dönsku því við gerum alltaf lang skemmtilegustu verkefnin í dönsku og við erum með skemmtilegasta kennarann.


Gæluverkefnið 2010

Mér finnst mjög skemmtilegt að geta ráðið hvað maður fær að gera, það er erfiðara að gera hluti sem að er sagt manni að gera.

Mér finnst verra að gera áætlun því það tefur tímann og bætir meira vesini ofaná.

Það er skemmtilegt því þá þurfum við ekki að vera í stærðfræði og íslensku bókum.

Ég var ánægðastur með glærurnar.

 


Stærðfræði hringekkja 2010

Við vorum á Vorönninni í stærðfræði hringekkju á föstudögum. Þar áttum við að leysa þrautir, spila, gera ljóð, gera stærðfræði mynd og margt fleira.

Mér fannst skemmtilegt í þessu því þetta var fjölbreyttara en bara alltaf að vera í Geisla 1-3, það var leiðinlegt.

 Þetta var skemmtilegt því við höfðum meira frelsi í tímum heldur en í öðrum bókum eins og geisla.

Það sem var jákvætt var að fá að gera eitthvað fjölbreyttara.

Það sem var neikvæðara var að vera áfram bara í stærðfræðinni, sem er mjög leiðinleg að mínu mati, nema þegar við gerum eitthvað skemmtilegt LoL


Fuglar

Í náttúrufræði erum við að læra um fugla. Við áttum að búa til að búa til Power Point Presentaition. Þar átti að koma fram allt um alla flokka fugla sem eru á Íslandi. Þ.e. spörfuglar, máffuglar, landfuglar, sjófuglar, vaðfuglar og vatnafuglar. Við áttum að gera glærurnar mjög fjölbreyttar og flottar með mikið af myndum og ekki of mikið af texta.

 

 


Anna Frank

Í ensku áttum við að gera PhotoStory myndband um Önnu Frank sem var þýskur gyðingur sem var uppi í seinni heimstyrjaöldinni, þegar Nasistarnir réðu ríkjum. Fjölskyldan hennar og nokkrir aðrir földu sig með Frank fjölskyldunni fyrir Nasistunum.

Við áttum að finna sem fjölbreyttastar myndir um hana, sem að var frekar erfitt útaf því að það voru ekki til stafrænar myndavélar á þessum tíma, og við áttum að finna upplýsingar. Við áttum að skrifa þetta í ensku bókina og svo setja þetta í PhotoStory og búa til "myndband", við áttum að lesa inná og búa til kynningu.

Hér fyrir neðan er myndbandið mitt..

Njótið :D


Hallgrímur Pétursson

Ég var að læra um Hallgrím Pétursson og ævi hans. Við áttum að lesa á RUV.is og Wikipedia og safna okkur upplýsinga um hann og skrifa í WORD. Svo áttum við að nota upplýsingarnar um hann og búa til POWEROPINT PRESENTAITION. Ég ætla að sýna ykkur hana hér fyrir neðan.

Það sem ég lærði nýtt í POWERPOINT var að láta skiptingu á glærurnar, ég lærði líka t.d að setja inn hljóð, en annars kunni ég rest (held ég).

 En annars vonandi líkar ykkur kynningin mín....

NJÓTIÐ!!!!


Landafræði 2010

Ég og krakkarnir í árgangnum lærðum um Evrópu á miðönninni. Við lærðum um öll löndin í Evrópu fyrir utan Norðurlöndin og Ísland. Við lærðum líka um alla atvinnuvegi, hæstu fjöll, vötn, bæi, borgir, ár og margt fleira.

Hér eru nokkur atriði sem mig langaði að vita um Evrópu.

-Hvað Evrópa er stór að flatarmáli
-Hvað það búa u.þ.b margir í Evrópu
-Hvað mikið af fólki mundi komast í Evrópu ef hver ferkílómetri væri troðinn

Ég fékk að vita fyrstu tvö en ekki það þriðja.
Þetta eru nokkur atriði sem ég veit núna um Evrópu.

-Það er mikill iðnaður og landbúnaður í Evrópu
-Elbrus er hæsta fjallið en ekki Mont Blanc
-Alparnir ná yfir 4 lönd sem eru Frakkland, Sviss, Austurríki og Ítalíu
-Það eru bara tvö lönd sem snerta bæði Miðjarðarhaf of Atlantshaf og það eru Frakkland og Spánn
-Og síðan lærði ég mjög, mjög mikið meira

Við gerðum líka tvö verkefni sem hétu verkefni 1-5 og tvenndarverkefni.

Tvenndarverkefnið virkaði þannig að tveir voru saman og fengu þrjú lönd þar sem við áttum að teikna upp á blað eftir landakorti og skrifa um það, stærðina, íbúafjölda, aðal atvinnuveg og þannig stuff.

Seinna verkefnið var þannig að fyrst áttum við að finna frétt og skrifa um hana, það var Verkefni nr 1. Næsta verkefni var þannig að við áttum að fara inn á einhverja danska síðu og sjá veðrið og skrifa það niður 4 daga í röð með 7 lönd, það var nr 2. í verkefni 3 áttum við að velja okkur 4 lönd og skrifa helstu einkenni þeirra. Verkefni nr 4 var að við áttum að þýða orð yfir á annað tungumál. Það voru halló, takk fyrir, 1-10 og ég heiti. Í síðasta verkefninu áttum við að velja okkur þrjár frægar persónur og skrifa um þær.

 

 


Verk - List

Í vetur erum við búin að vera í nokkrum fögum  í verk og list. Ég er búinn að fara í smíðar, hreyfimyndir og er núna í tónmennt (14. des 2009).

 Mér fannst alveg ágætt í smíðum en það tók svolítið á að gera bátinn sem við gerðum því við þurftum að hafa sporjárn í annarri hendinni og hamra á sporjárnið með hinni hendinni. Annars var þetta bara skemmtilegt.

Svo fór ég í hreyfimyndir. Þar var ég með Franklín í hóp og við gerðum mynd sem heitir Dauða Sundferðin. Það gekk betur eftir að við splittuðum hópnum. Við vorum með Villa og Sigga en þeir gerðu ekki neitt þannig að við fórum bara að gera sitthvora myndina. Fyrst teiknuðum við persónurnar sem við ætluðum að vera, svo fórum við í að gera bakgrunna og handritið. Núna (14. des 2009) erum við að klára að klippa allt og setja inná hljóð og tal. Annars var þetta skemmtilegtLoL

Núna er ég í tónmennt, þar er ég með Núma og Andra í hóp og við ætlum að skrifa um M. Jackson. Ég get ekki sagt meira því ég er bara búinn að fara í tvo tíma.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband