Ég og krakkarnir í árgangnum lærðum um Evrópu á miðönninni. Við lærðum um öll löndin í Evrópu fyrir utan Norðurlöndin og Ísland. Við lærðum líka um alla atvinnuvegi, hæstu fjöll, vötn, bæi, borgir, ár og margt fleira.
Hér eru nokkur atriði sem mig langaði að vita um Evrópu.
-Hvað Evrópa er stór að flatarmáli
-Hvað það búa u.þ.b margir í Evrópu
-Hvað mikið af fólki mundi komast í Evrópu ef hver ferkílómetri væri troðinn
Ég fékk að vita fyrstu tvö en ekki það þriðja.
Þetta eru nokkur atriði sem ég veit núna um Evrópu.
-Það er mikill iðnaður og landbúnaður í Evrópu
-Elbrus er hæsta fjallið en ekki Mont Blanc
-Alparnir ná yfir 4 lönd sem eru Frakkland, Sviss, Austurríki og Ítalíu
-Það eru bara tvö lönd sem snerta bæði Miðjarðarhaf of Atlantshaf og það eru Frakkland og Spánn
-Og síðan lærði ég mjög, mjög mikið meira
Við gerðum líka tvö verkefni sem hétu verkefni 1-5 og tvenndarverkefni.
Tvenndarverkefnið virkaði þannig að tveir voru saman og fengu þrjú lönd þar sem við áttum að teikna upp á blað eftir landakorti og skrifa um það, stærðina, íbúafjölda, aðal atvinnuveg og þannig stuff.
Seinna verkefnið var þannig að fyrst áttum við að finna frétt og skrifa um hana, það var Verkefni nr 1. Næsta verkefni var þannig að við áttum að fara inn á einhverja danska síðu og sjá veðrið og skrifa það niður 4 daga í röð með 7 lönd, það var nr 2. í verkefni 3 áttum við að velja okkur 4 lönd og skrifa helstu einkenni þeirra. Verkefni nr 4 var að við áttum að þýða orð yfir á annað tungumál. Það voru halló, takk fyrir, 1-10 og ég heiti. Í síðasta verkefninu áttum við að velja okkur þrjár frægar persónur og skrifa um þær.
Flokkur: Menntun og skóli | 23.2.2010 | 13:16 (breytt 1.6.2010 kl. 14:58) | Facebook
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.